Lyfjaskömmtun

Í Borgar Apóteki er viðskiptavinum boðið upp á lyfjaskömmtun sér að kostnaðarlausu þ.e. einungis er greitt fyrir lyfin en ekki fyrir vinnu eða umbúðir. Viðskiptavinur fær þá lyfjunum sínum raðað í svotilgerðar þynnur. Skömmtunum er raðað niður eftir dögum og eftir því hvenær taka á lyfin inn innan dagsins. Auðvelt er að opna merktar þynnurnar og hentar lyfjaskömmtunin einstaklega vel fyrir alla þá sem taka mörg lyf að staðaldri eins og margir eldri borgarar gera og reyndar alla sem þurfa aðstoð við að koma betra skipulagi á lyfjatöku sína dags daglega.

lyfjaskommtun_thynna

Auk lyfja er algengt að viðskiptavinir fari fram á að vítamínum og bætiefnum séu jafnframt bætt við og er það auðsótt. Algengast er að skammtað sé til fjögurra vikna í senn, en aðrir möguleikar eru að sjálfsögðu í boði, allt eftir hvað hentar hverjum viðskiptavini. Borgar Apótek getur séð um heimsendingu á lyfjaskömmtunum sé þess óskað gegn vægu gjaldi.

Borgar Apótek er vel í stakk búið til að þjónusta sína viðskiptavini hvort heldur sem um einstaklinga er að ræða eða sambýli eða stofnanir. Nú þegar er Borgar Apótek að þjónusta mörg heimili. Metnaðurinn rekur starfsfólkið áfram og því bjóðum við nýja samstarfsaðila velkomna.

Þurfi læknir að breyta lyfjatöku viðskiptavinar er unnt að nýta þau lyf, sem eru til staðar og henta áfram. Þannig leggur Borgar Apótek sig fram um að nýta lyf viðskiptavina sinna sem allra best.

skommtun

Ef þú hefur áhuga á því að vita meira um lyfjaskömmtun skaltu senda okkur tengiliðaupplýsingar með því að fylla inn í formið hér að neðan og við höfum samband. Athugið að það er engin binding í því að forvitnast 😉

Nauðsynlegt er að merkja inn stjörnumerkta reiti.

Nafn *

Netfang *

Símanúmer *

Athugasemd

Fylgstu með á Facebook