Um okkur

Borgar Apótek er einkarekið apótek og er afgreiðslutími þess rúmur eða frá kl. 8-18 alla virka daga. Apótekið býður lyf á hagstæðu verði auk fjölbreytts vöruvals í versluninni eins og t.a.m. hjúkrunarvörur, hár- og snyrtivörur (þekkt merki), vítamín og bætiefni, lesgleraugu, tannvörur og húðvörur. Boðið er upp á trausta og persónuleg þjónustu af reyndu starfsfólki, en tveir lyfjafræðingar starfa í Borgar Apóteki. Þá hentar lyfjaskömmtun mörgum en eingöngu er greitt fyrir lyfin sjálf , þ.e. engin skömmtunargjöld fyrir vinnu eða umbúðir. Einnig eru í boði heimsendingar eftir því sem viðskiptavinir kjósa gegn vægu gjaldi. Þá eru blóðþrýstingsmælingar ókeypis svo og mælingar á blóðsykri.

Markmið starfsfólks Borgar Apóteks er ávallt að bæta lífsgæði viðskiptavina Borgar Apóteks enda erum við til staðar þín vegna.

Afgreiðslusími: 553-8331       Læknasími: 553-0333          Bréfasími (fax): 568-6331

Loading
Center map
Traffic
Bicycling
Transit
Google MapsGet Directions

Borgar Apótek var stofnað 1.nóv.2013 af Einari Birgi Haraldssyni lyfjafræðingi, sem er eini eigandi þess.

Fylgstu með á Facebook